Skífan kaupir Heimkaup
Skífan ehf. hefur keypt rekstur Heimkaup.is en Heimkaup.is reka meðal annars samnefnda vefverslun. Skífan rekur tvær verslanir undir nafninu Skífan/ Gamestöðin, í Kringlunni og Smáralind.
Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar, segir þetta skref í rétta átt. „Framtíðin í sölu afþreyingarefnis er þarna. Salan fer í sífellt meiri mæli fram á netinu og viðskiptavinir okkar vilja geta keypt sínar vörur í rólegheitum úr þægindum heimilisins og Heimkaup.is smellpassar inn í okkar framtíðarsýn.“
Stærstu eigandi Skífunnar er að sögn Ágústs félagið Móberg en það er að stærstum hluta í eigu þeirra Fjölvars Darra Rafnssonar og Skorra Rafns Rafnssonar. Móberg á einnig vefina Bland.is, Sport.is, 433.is, Hun.is og Hann.is. Skorri Rafn er forstjóri Móbergs.
Hlekkur að frétt mbl.is