Skífan kaupir Heimkaup

Skífan kaupir Heimkaup

Skíf­an ehf. hef­ur keypt rekst­ur Heim­kaup.is en Heim­kaup.is reka meðal ann­ars sam­nefnda vef­versl­un. Skíf­an rek­ur tvær versl­an­ir und­ir nafn­inu Skíf­an/ Gamestöðin, í Kringl­unni og Smáralind. 

Ágúst Guðbjarts­son, fram­kvæmda­stjóri Skíf­unn­ar, seg­ir þetta skref í rétta átt. „Framtíðin í sölu afþrey­ing­ar­efn­is er þarna. Sal­an fer í sí­fellt meiri mæli fram á net­inu og viðskipta­vin­ir okk­ar vilja geta keypt sín­ar vör­ur í ró­leg­heit­um úr þæg­ind­um heim­il­is­ins og Heim­kaup.is smellpass­ar inn í okk­ar framtíðar­sýn.“

Stærstu eig­andi Skíf­unn­ar er að sögn Ágústs fé­lagið Mó­berg en það er að stærst­um hluta í eigu þeirra Fjölvars Darra Rafns­son­ar og Skorra Rafns Rafns­son­ar. Mó­berg á einnig vef­ina Bland.is, Sport.is, 433.is, Hun.is og Hann.is. Skorri Rafn er for­stjóri Mó­bergs.

Hlekkur að frétt mbl.is

is_ISÍslenska