Við hjá ALVA Capital fjárfestum í fasteignum og fyrirtækjum sem við höfum trú á. Við leggjum áherslu á þróun nýrra tækifæra með langtíma verðmætasköpun að leiðarljósi.

ALVA Capital fasteignaþróun leggur áherslu á þróun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis fyrir bæði skammtíma- og langtímaleigu. Við eigum fjölbreytt fasteignaþróunarverkefni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum.

ALVA Capital fjárfestir í fyrirtækjum annað hvort með því að leggja þeim til vaxtarfjármagn eða með nýsköpun og fjárfestingum í tæknifyrirtækjum. Við veitum fyrirtækjum okkar rekstrarstuðning og hjálpum þeim að vaxa til þess að verða markaðsleiðandi fyrirtæki.

Alva Capital hóf að einbeita sér að fasteignaþróun og fjárfestingum í fasteignum árið 2020. Fasteignasafnið sem félagið hefur byggt upp er einstakt á Íslandi þar sem mikil áhersla er lögð á vel staðsettar íbúðir og hótelherbergi.


Í dag samanstendur eignasafnið af yfir 200 leigueiningum og telur yfir 10.000 fermetra. Fyrirtækið sérhæfir sig í skammtímaleigu til ferðamanna en nýtir einnig hluta eignasafnsins í langtímaleigu til einstaklinga.

2020 – Núna

Fasteignafélög. Í dag á eignasafnið yfir 200+ leigueiningar og yfir 10.000 þúsund fermetra. Fyrirtækið sérhæfir sig í skammtímaleigu til ferðamanna en nýtir einnig hluta eignasafnsins í langtímaleigu til einstaklinga.

2021 - Núna

Alva Hótel er leiðandi á Íslandi í fullbúnum „self-checkin“ hótelum og íbúðum. Alva rekur í dag 3 hótel sem búin eru glænýjum herbergjum, svítum og lúxus hótelíbúðum Eitt hótelanna þriggja er íbúðarhótel. Alva hótelin eru staðsett í hjarta Reykjavíkur.

2021 - Núna

Fasteignafélag staðsett í Florida fylki í Bandaríkjunum. Megin hluti eignasafnsins er í langtímaleigu.

2022 - Núna

Framkvæmdafélag sem vinnur að fjölbreyttum framkvæmdum og uppbyggingarverkefnum. Markmið félagið er að verða leiðandi á sínu sviði í framtíðinni með því að nýta sér bestu tæknina og framleiðsluaðferðirnar.

2017 - Núna

Inkasso er fjártækni fyrirtæki sem sérhæfir sig í kröfustýringu. Inkasso hefur umbreytt innheimtuþjónustu á Íslandi með því að gera þjónustuna manneskjulegri og stuðla að hugarfarsbreytingu gagnvart innheimtuferlinu hjá öllum sem það snertir.

Hlutverk Controlant er að skila verðmætum yfir alla aðfangakeðjuna með verulega auknum sýnileika vöruflæðis og ástandsgæða. Samtímis að lágmarka sóun með algjörlega nýjum flokki sjálfvirkra Cold Chain sem Service® lausn.

2011–2021, seld til Kviku banka

Moberg er hugbúnaðarfyrirtæki með höfuðstöðvar í Zagreb Króatíu. Í dag starfa yfir 50 hugbúnaðarsérfræðingar í fyrirtækinu.

2012-2021, seld til Kviku banka

Netgíró er leiðandi greiðslumiðlun á sínu sviði. Netgíró var stofnað með þá sýn að skapa öruggari og einfaldari kaup í verslunum og á netinu.

2021, selt

Leiðandi nýsköpunarfyrirtæki á sviði fjármálatækni. Fyrirtækið þróa nýjar og notendavænar viðskiptalausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki á fasteigna- og fjármálamarkaði.

2019 - sameinað Netgíró

Aktiva var lánatorg sem tengdi saman lántakendur og fjárfesta til forða notendum frá óhóflegum kostnaði hefðbundinnar bankastarfsemi og minnka þannig kostnað til neytenda.

2020 - seld til fjárfesta

Heimkaup er fyrirtæki á smásölumarkaði og hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur í hinum ýmsu störfum. Heimkaup hefur verið leiðandi í vefsölu á Íslandi og eins í rekstri þægindaverslana en Heimkaup rekur Extra, 10-11 og þrjár verslanir við Orkuna.

2017 - sameinuð Inkasso

Mynta var fjártækni fyrirtæki sem sérhæfði sig innheimtu og kröfustýringu.

2019 - seld til fjárfesta

Hópkaup.is er stærsta afsláttar síða á Íslandi og sú fyrsta á markaðnum. Viðskiptavinir hópkaup.is eru yfir 80.000 talsins, það er tæplega 30% af íslensku þjóðinni. Markmið fyrirtækisins er að veita bestu þjónustuna með 100% öryggi.

2017 - seld til fjárfesta

Bland er stærsti netmarkaðurinn á Íslandi með yfir 200 þúsund notendur. Á Bland getur hver sem er keypt og selt hvað sem er, þar er einnig virkt umræðuborð. Blað hefur verið eins stærsta vefgátt á Íslandi frá árinu 2000.

Selt 2014

Geimstöðin er sérverslun tölvuleikjaspilarans! Þeir kaupa gömlu leikina þína og þú notar peningana til að lækka kostnað við nýja tölvuleiki! Geimstöðin var stofnuð 21. júní 2008 og var fyrsta verslunin staðsett í Skeifunni.

Selt 2014

Skífan var ein vinsælasta og frægasta plötuútgáfa og plötuverslun Íslands. Þar voru seldar tónlistarplötur af öllum gerðum sem og DVD-diskar og tölvuleikir. Fyrirtækið var stofnað árið 1975 og var orðið 40 ára þegar það lokaði verslunum sínum og sameinaðist rekstri Heimkaupa.

Selt 2016

Mói var einn stærsti frétta- og afþreyingarmiðill Ísland og átti meðal annars heimasíðurnar: Hun.is, 433.is, Sport.is, Bland.is, Isinfront.is, FlickMyLife.is og Nudemagazine.is. Markmið Móa var að tryggja notendum aðgang að vinsælasta og besta afþreyingar efninu á internetinu hverju sinni.

Fjárfestingafélagið ALVA Capital var stofnað árið 2012 og eru megin áherslur félagsins fjárfestingar í þróun og rekstri fasteigna. Við ætlum okkur stóra hluti í fasteignaþróun á næstu misserum en Alva Capital er leiðandi fjárfestingafélag í tækni og fjártækni. Við höfum stofnað fjölda leiðandi fyrirtækja og erum með starfsemi í nokkrum löndum.

Við hófum fjárfestingarstefnu okkar í fasteignum árið 2020 þar sem við notum gagnastýrða nálgun í fjárfestingum og þróun skammtíma- og langtímaleigueininga.

ALVA Capital tekur samfélagslega ábyrgð alvarlega og hefur lengi stutt við mannúðarstarf. Við höfum meðal annars stutt við börn sem búa við fátækt.

ALVA Capital hefur verið stoltur styrktaraðili ABC barnahjálpar síðan árið 2018. En ABC barnahjálp styrkir börn í Búrkína Fasó til skólagöngu með kennslu, bókum, ritföngum skólabúningum, máltíðum og heilbrigðisþjónustu.

ALVA Capital mun halda áfram að styðja ABC barnahjálp með stolti.

Skorri Rafn Rafnsson - Forstjóri

Skorri Rafn Rafnsson er stofnandi og forstjóri ALVA Capital. Skorri hefur stofnað og átt fjölda fyrirtækja þar sem hann hefur einnig gegnt störfum stjórnarformanns og framkvæmdastjóra. Sem dæmi má nefna Inkasso, Netgiro, Heimkaup, Hópkaup og Bland. Skorri stofnaði meðal annars Netgírós og Moberg. Þá hefur hann verið framkvæmdastjóri stærstu netverslunar Íslands. Auk þess hefur Skorri starfað sem forstjóri hjá bæði hugbúnaðarþróunar- og fjártæknifyrirtækja í Evrópu. Skorri er reyndur viðskiptafjárfestir sem getur tekið sprotafyrirtæki og umbreytt þeim í farsæl fjölþjóðafyrirtæki.

Örvar Rafnsson - Forstöðumaður eignaumsýslu og gæðastjórnunar
Örvar Rafnsson - Forstöðumaður eignaumsýslu og gæðastjórnunar

Örvar er reynslumikill verkefnastjóri. Hann starfaði áður hjá Rauða Krossinum við neyðavarnir og rekstur sóttvarnahótela. Þar áður starfaði hann við fjármál og kröfustýringu hjá flugfélaginu Wow Air. Hann útskrifaðist með MA gráðu í alþjóðasamskiptum árið 2013 með áherslu á öryggis- og varnarmál.

Gunnar Páll Viðarson - Framkvæmdastjóri ALVA framkvæmdir ehf.
Gunnar Páll Viðarson - Framkvæmdastjóri - ALVA framkvæmdir

Gunnar er byggingatæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík(Tækniskólanum). Gunnar hefur víðtæka reynslu að staðarstjórn og styringu stórra verkefna síðastliðna tvo áratugi. Meðal fjölþættra verkefna sem Gunnar hefur komið að er bygging Hreinsistöðva við Klettagarða og Mýrargötu, stíflugerð við Kárahjúka, stýringu á jarðvinnu fyrir Bechtel/Alcoa við Fjarðaálsverkefnið , uppsteypu nýrra flughlaða fyrir Isavía, nybyggingar Alþingis og Einingarverksmiðjunar ásamt fleiri stórum verkefnum.

is_ISÍslenska