Móberg, núna Alva Capital

Móberg, núna Alva Capital

Þórir Örn Árnason hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur og regluvörður Móbergs.

Þórir Örn Árnason has been hired as Móberg’s chief legal officer and compliance officer.

Í tilkynningu segir að ráðning hans sé liður í nýju skipulagi hjá fyrirtækinu og til að styðja við vöxt félagsins sem stærsta fjármálatæknifyrirtækis landsins.  
„Þórir hefur langa reynslu úr fjármálageiranum. Undanfarin 11 ár hefur hann veitt lögfræðiinnheimtu Íslandsbanka forstöðu, en þar hafði hann yfirumsjón og meðferð með öllum innheimtumálum bankans. Einnig fólust í starfinu málflutningur, greinargerðaskrif, almenn lögmannastöf og umsjón með öðrum lögmönnum bankans.

Þórir, sem lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands árið 1995, kemur með umfangsmikla reynslu inn í Móberg ehf og dótturfélög þess, þar sem reynsla hans og þekking mun nýtast vel. Það á ekki síst við um gerð og þróun hugbúnaðar fyrir lögmenn sem snýr að verkefna- og skjalakerfi, sem og innheimtukerfi, sem Vergo hannar.  Óhætt er að fullyrða að ráðning Þóris muni vega þungt í þeim spennandi verkefnum sem framundan eru.

Þórir hefur þegar tekið til starfa hjá Móberg ehf, sem er leiðandi í þróun nútíma fjármálatæknilausna. Móberg er eigandi nokkurra fyrirtækja, þ.e. Netgíró, Aktiva jafningjalána og Vergo,“ segir í tilkynningunni.

Hlekkur að frétt Vísis

is_ISÍslenska