Móberg kaupir WEDO

Móberg kaupir WEDO

Mó­berg ehf hef­ur keypt rekst­ur hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins WEDO og samþætt rekst­ur­inn inn í eigið hug­búnaðarfyr­ir­tæki Expertia ehf. sem mun nú sækja fram und­ir merkj­um WEDO ehf.

„Sam­ein­ing­in renndi styrk­ari stöðum und­ir þá starf­semi sem við vor­um með fyr­ir og erum nú al­hliða hug­búnaðarfyr­ir­tæki sem get­ur sinnt stærstu og kröfu­hörðustu viðskipta­vin­um sem oft vilja hafa fram- og bak­endaþróun auk hönn­un­ar í hæsta gæðaflokki hjá sama þjón­ustuaðila,“ seg­ir Jó­hann Kristjáns­son, fram­kvæmda­stjóri WEDO ehf., segir í til­kynn­ingu.

„Hjá fé­lag­inu starfa nú rúm­lega 20 manns og við vöx­um hratt. Við höf­um í sam­ein­ing­ar­ferl­inu styrkt innri verk- og gæðaferla starf­sem­inn­ar með skarp­an fókus á að veita gæðaþjón­ustu frá hug­mynda­hönn­un til af­hend­ing­ar full­unnin­ar afurðar. Það skap­ar okk­ur spenn­andi sam­keppn­is­stöðu á ís­lenska hug­búnaðarmarkaðnum að hafa þró­un­ar­deild í Za­greb í Króa­tíu nú þegar búið er að slípa til verk­ferla,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu.

Þá seg­ir, að WEDO muni á nýju ári sækja fram á markaðinn sem öfl­ugt hug­búnaðar- og hönn­un­ar­fyr­ir­tæki á sviði upp­lýs­inga­tækni, með höfuðstöðvar í Reykja­vík og starfs­stöð í Króa­tíu. Kjarn­a­starf­sem­in sé hug­búnaðarþróun, samþætt­ing og þróun fjár­mála- og greiðslu­lausna og fram­enda­lausn­ir fyr­ir fyr­ir­tæki sem vilji ná sem mestri hag­nýt­ingu geg­um upp­lýs­inga­tækn­ina og veita þjón­ustu gegn­um vef, snjallsíma og spjald­tölv­ur.

WEDO hef­ur und­an­farið unnið fjöl­mörg verk­efni fyr­ir aðila á borð við Bland.is, Net­gíró, Betware, Al­menna Líf­eyr­is­sjóðinn, Hun.is og Heim­kaup.is, svo ein­hverj­ir séu nefnd­ir.

Fram­kvæmda­stjóri WEDO er Jó­hann Kristjáns­son, en hann er með meist­ara­próf í alþjóðaviðskipt­um frá CBS og hef­ur víðtæka stjórn­endareynslu úr tækni- og fjár­mála­geir­an­um bæði hér­lend­is og er­lend­is. Síðustu ár hef­ur Jó­hann starfað við þróun og upp­lýs­inga­tækni hjá Danske Bank í Kaup­manna­höfn. Jó­hann er gift­ur Hildi Ingu Björns­dótt­ur, mynd­list­ar­konu og hönnuði, og á fjög­ur börn.

Hlekkur að frétt mbl.is

is_ISÍslenska