Móberg kaupir Hópkaup og Leit.is

Skorri Rafn Rafnsson - Móberg

Móberg kaupir Hópkaup og Leit.is

Mó­berg ehf. hef­ur gengið frá kaup­um á fyr­ir­tækj­un­um Hóp­kaup og Leit.is, sem áður var í eigu DCG. Mó­berg er í eigu Skorra Rafns Rafns­son­ar, sem einnig er eig­andi Net­gríó, Bland, 433.is, Wedo og Móa Media. Þá stofnaði Skorri Rafn einnig ís­lenska smá­lána­fyr­ir­tækið Hraðpen­inga árið 2009 og króa­tíska smá­lána­fyr­ir­tækið Minikred­it 2010.

Með kaup­un­um hyggst Mó­berg styrkja og auka um­svif sín á net­markaðnum.

„Stefna okk­ar er að þróa þrjú til sex ný fyr­ir­tæki á hverju ári og þessi kaup eru liður í því. Okk­ar mark­mið er að þróa lausn­ir og þjón­ustu sem hreyfa við markaðnum og skapa ávinn­ing fyr­ir al­menn­ing,“ er haft eft­ir Skorra Rafni Rafns­syni, for­stjóra Mó­bergs, í til­kynn­ingu.

„Ég er mjög ánægður með kaup­in á þess­um fyr­ir­tækj­um og þau renna styrkri stoð und­ir þá stefnu okk­ar að verða leiðandi á þess­um markaði inn­an fimm ára,“ er haft eft­ir hon­um.

Hóp­kaup er fyr­ir­tæki sem býður neyt­end­um upp á vör­ur og þjón­ustu með ríf­leg­um af­slætti, en með þeim fyr­ir­vara að ákveðinn lág­marks­fjölda fólks þarf til að taka þátt í kaup­un­um.

Leit.is hef­ur rekið leit­ar­vef frá ár­inu 1999.

Hlekkur að frétt mbl.is

is_ISÍslenska