Hrafn og Helgi Björn komnir til Alva

Skorri Rafn Rafnsson, forstjóri Alva.

Hrafn og Helgi Björn komnir til Alva

Fjár­mála­tæknifyr­ir­tækið Alva, sem rek­ur Net­gíró, Akti­va og In­kasso, hef­ur ráðið Hrafn Árna­son fram­kvæmda­stjóra viðskiptaþró­un­ar Alva og Helga Björn Krist­ins­son fram­kvæmda­stjóra Net­gíró. 
Hrafn mun hafa yf­ir­um­sjón með allri viðskiptaþróun hjá Alva og þrem­ur dótt­ur­fé­lög­um þess; Net­gíró, In­kasso og Akti­va. Hann verður einnig fram­kvæmda­stjóri Akti­va.
Hrafn er með MBA-gráðu frá Há­skól­an­um í Ed­in­borg (2007) og Cand. oecon í viðskipta­fræðum frá Há­skóla Íslands (1998). Hrafn hef­ur síðustu 19 ár meðal ann­ars verið fram­kvæmda­stjóri hjá Lands­bréf­um og hjá Kaupþingi og for­stöðumaður hjá Íslands­banka. Hrafn er í sam­búð með Ingu Birnu Ragn­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóra og eiga þau 3 börn. 

Hrafn Árna­son
Hrafn Árna­son

Helgi Björn Krist­ins­son er með BA-gráðu í stjórn­mála­fræði frá Há­skóla Íslands (1992) og MBA gráðu frá Há­skól­an­um í Reykja­vík (2006).
Hann hef­ur und­an­far­inn ára­tug starfað hjá Íslands­banka sem for­stöðumaður og verk­efn­is­stjóri en þar á und­an var hann fram­kvæmda­stjóri tekju­sviðs 365 miðla, sölu­stjóri hjá Plast­prenti og Toyota, auk þess að starfa við markaðsráðgjöf hjá PWC.
Helgi Björn hef­ur gegnt ýms­um trúnaðar­störf­um fyr­ir fé­laga­sam­tök og einnig kennt á fram­hald­skóla­stigi auk nám­skeiðshalds fyr­ir fyr­ir­tæki og fé­laga­sam­tök. Hann er gift­ur Helgu Ólafs og eiga þau þrjú börn.

Helgi Björn Krist­ins­son
Helgi Björn Krist­ins­son

Hlekkur á frétt mbl

is_ISÍslenska