Alva tók 1. janúar yfir rekstur á 22 hill hótel en fyrir átti Alva fasteignina.
Eigendur Brautarholts 22 óska leyfis til að hækka húsið um tvær hæðir.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í að húsið Brautarholt 22 verði hækkað um tvær hæðir Nóatúnsmegin. Efri hæðin verði inndregin.
Gert er ráð fyrir 20 gistirýmum í nýbyggingunni. Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn ALVA Capital ehf., dagsett 23. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Brautarholt. Þetta er reisulegt og áberandi hús á horni Nóatún og Brautarholts. Í dag er gistirými á efri hæðum hússins (22 Hill hótel) og veitingastaður á 1. hæð (Potturinn og pannan). Hann er að hluta rekinn sem þjónustueining fyrir gististaðinn. Einnig eru í húsinu skrifstofur, verslun og karatefélagið Þórshamar með íþróttasal í rekstri.
Hlekkur á frétt mbl.