Herbergjum verði fjölgað í Hill-hótelinu.

Alva tók 1. janúar yfir rekstur á 22 hill hótel en fyrir átti Alva fasteignina.

Eigendur Brautarholts 22 óska leyfis til að hækka húsið um tvær hæðir.
Skipu­lags­full­trúi Reykja­vík­ur hef­ur tekið já­kvætt í að húsið Braut­ar­holt 22 verði hækkað um tvær hæðir Nóa­túns­meg­in. Efri hæðin verði inn­dreg­in.

Gert er ráð fyr­ir 20 gist­i­rým­um í ný­bygg­ing­unni. Á af­greiðslufundi skipu­lags­full­trúa 2. nóv­em­ber 2023 var lögð fram fyr­ir­spurn ALVA Capital ehf., dag­sett 23. októ­ber 2023, um breyt­ingu á deili­skipu­lagi Skip­holts­reits vegna lóðar­inn­ar nr. 22 við Braut­ar­holt. Þetta er reisu­legt og áber­andi hús á horni Nóa­tún og Braut­ar­holts. Í dag er gist­i­rými á efri hæðum húss­ins (22 Hill hót­el) og veit­ingastaður á 1. hæð (Pott­ur­inn og pann­an). Hann er að hluta rek­inn sem þjón­ustu­ein­ing fyr­ir gisti­staðinn. Einnig eru í hús­inu skrif­stof­ur, versl­un og kara­tefé­lagið Þórs­ham­ar með íþrótta­sal í rekstri.

Hlekkur á frétt mbl.

is_ISÍslenska