Haukur ráðinn fjármálastjóri Móbergs

Hauk­ur Skúla­son hef­ur verið ráðinn fjár­mála­stjóri Mó­bergs ehf. og hef­ur þegar tekið til starfa.

Haukur ráðinn fjármálastjóri Móbergs

Hauk­ur Skúla­son hef­ur verið ráðinn fjár­mála­stjóri Mó­bergs ehf. og hef­ur þegar tekið til starfa.

Móberg owns several companies, namely Hópkaupa, Skífunnar, and Leitar.is, Netgíros, Blands, 433.13, Wedo and Móa Media.

Hauk­ur hef­ur langa reynslu úr fjár­mála­geir­an­um. Und­an­far­in 10 ár hef­ur hann starfað hjá Glitni og seinna meira Íslands­banka. Frá ár­inu 2013 hef­ur hann unnið sem verk­efna­stjóri fram­taks­fjár­fest­inga hjá Íslands­sjóðum, dótt­ur­fé­lagi Íslands­banka. Þá gegndi hann stöðu for­stöðumanns fram­taks­fjár­fest­inga hjá VÍB. Einnig hef­ur Hauk­ur verið for­stöðumaður í grein­ingu og stefnu­mót­un á viðskipta­banka­sviði Íslands­banka.

Hauk­ur var þá stjórn­ar­formaður FAST-1 slhf. sem er eitt stærsta fast­eigna­fé­lag lands­ins, stjórn­ar­maður hjá Kred­it­kort­um hf. og þar áður stjórn­ar­maður í Frum­taki frum­kvöðlasjóði.

Hauk­ur lauk M.B.A. gráðu í fjár­mál­um frá Rice Uni­versity, Jesse H. Jo­nes Gradua­te School of Mana­gement árið 2005, B.Sc. gráðu í viðskipta­fræði frá Há­skól­an­um Íslands árið 2001 og stúd­ents­prófi frá Verzl­un­ar­skóla Íslands. 

Hlekkur að frétt mbl.is

is_ISÍslenska