Fyrsta íslenska lánatorgið

Lánatorg opnar á netinu

Fyrsta íslenska lánatorgið

Aktiva lánatorg tengir saman lántakendur og lánveitendur.

Í morgun opnaði Aktiva lánatorg á netinu með það að markmiði að tengja saman lántakendur og lánveitendur. Lánatorgið er byggt á svokölluðum jafningja lánveitingum (peer to peer lending) en slík lánatorg eru þekkt úti í heimi að sögn aðstandenda.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir; „Ferlið hjá Aktiva er algjörlega gagnsætt og þurfa þeir sem sækja um lán að veita samþykki fyrir því að lánshæfismat þeirra hjá Creditinfo verði kannað. Því betra sem lánshæfismatið er því betri eru vextir lánsins og má því segja að þannig sé verðlagningin sanngjarnari en áður hefur þekkst í lánamálum hér á landi. Til að byrja með verður möguleiki að fá lán frá kr. 100.000,- og upp í kr. 500.000,-, en sú upphæð sem fæst að láni hverju sinni er háð lánshæfismati umsækjandans. Það er fljótlegt og einfalt fyrir lántakendur að sjá hversu hátt lán þeir geta fengið inni á www.aktiva.is og til þess þarf rafræn skilríki á farsíma.“

Með Aktiva veita lánveitendur sjálfir lánið til lántakenda og fá peninginn til baka ásamt vöxtum og eru þar með bankar teknir út sem milliliðir. Hlutverk Aktiva er að hafa umsjón með lánatorginu þar sem umsóknir lántakenda eru gerðar og lánveitendur ákveða hvaða lán þeir hafa áhuga á að fjármagna.

Aktiva er í eigu Móberg ehf. Önnur fyrirtæki í eigu Móberg ehf. eru Netgíró og Vergo. Framkvæmdastjóri Aktiva er Andri Úlfarsson og forstjóri Móberg er Skorri Rafn Rafnsson.

Hlekkur að frétt Viðskiptablaðsins

is_ISÍslenska