Fjórir nýir starfsmenn til Alva

Fjártæknifyrirtækið Alva, sem meðal annars rekur Netgíró og Aktiva hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn

Fjórir nýir starfsmenn til Alva

Josip Budimir, Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttur, Dóra Lind Vigfúsdóttir og Gunnar Ólafsson hafa verið ráðin til Alva.

Fjártæknifyrirtækið Alva, sem meðal annars rekur Netgíró og Aktiva hefur ráðið fjóra nýja starfsmenn til viðbótar við Helga Björn Kristinsson framkvæmdastjóra en Viðskiptablaðið sagði frá ráðningu hans í gær. Sjá frétt  Viðskiptablaðsins

  • Josip Budimir – Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs

Josip hefur verið ábyrgur fyrir hönnun og innleiðingu upplýsinga- og fjármálatæknilausna fyrir stórfyrirtæki mestallan starfsferil sinn og starfað fyrir ýmis stórfyrirtæki á borð við World bank og Ökutækjaskrá Króatíu.
Josip ber ábyrgð á framþróun fyrirtækisins í tæknimálum og leiðir þá verkefnavinnu. Josip er með BsEE gráðu í rafmagnsverkfræði frá Háskólanum í Zagreb.

  • Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir – Fjármálastjóri

Sigríður er löggiltur endurskoðandi og vann áður hjá Ernst & Young í 8 ár. Sigríður er með MS gráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskólanum í Reykjavík og BS gráðu í viðskiptafræði.
Hún er með töluverða reynslu í fjármálastjórnun fjártæknifyrirtækja og hefur síðan árið 2014 stýrt fjármálum innheimtufyrirtækisins Inkasso og kröfufjármögnunarfyrirtækisins Faktoría.

  • Gunnar Ólafsson – Verkefnastjóri

Gunnar Ólafsson leiðir margvísleg fjártækniverkefni fyrir Alva, en hann kom að stofnun Netgíró og leiddi m.a. uppbyggingu og sölustjórnun fyrirtækisins á árunum 2013 – 2016. Hann starfaði sem sölu- og markaðsstjóri hjá Aha og var sölustjóri nýrra viðskipta á alþjóðasviði Valitor.
Gunnar lauk IPMA-D í verkefnastjórnun árið 2015 en þar áður hafði hann lokið MBA gráðu frá Copenhagen Business School  og BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík.

.

  • Dóra Lind Vigfúsdóttir – Forstöðumaður innheimtusviðs

Dóra Lind hefur starfað sem framkvæmdastjóri Vergo hugbúnaðarlausna og rekstrarstjóri Myntu. Dóra Lind er MBA gráðu frá Háskóla Íslands og BA gráðu í ensku og fjölmiðlafræði frá sama skóla.
Hún er með áralanga reynslu af innheimtustörfum ásamt því að stýra þjónustuverum, en hún ber ábyrgð á innheimtustefnu Alva og framkvæmd hennar.

Hlekkur á frétt Viðskiptablaðsins

is_ISÍslenska